Raj öðlast hæstu þjálfunargráðu Alþjóða tennissambandsins

Raj K. Bonifacius dvaldi nú í haust í Valencia á Spáni vegna ITF Level 3 tennisþjálfaranámskeiðs á vegum alþjóða tennissambandsins (ITF) en það er æðsta þjálfunargráða fyrir tennisþjálfara.

pato_alvarez_raj

Viðfangsefni þjálfaranámskeiðsins var mjög breitt og var eitt þema tekið fyrir í hverri viku sem lauk síðan með prófi á föstudögum. Námskeiðin voru bæði verkleg og bókleg. Hefðbundinn dagur byrjaði á að þjálfa og læra með öðrum tennisþjálförum á tennisakademiunni frá kl. 9 til 14 og svo var bókleg kennsla frá kl. 16:30 til 19:30. Kennt var alla virka daga. Nokkrar skipulagðar ferðir voru farnar um helgar til annarra tennisakademía á austurströnd Spánar og einnig var farið á atvinnutennismót í kringum Valencia.

Raj skrifaði tvær greinar um reynslu sína og upplifun á þjálfaranámskeiðinu á síðu alþjóðatennissambandsins meðan á því stóð. Fyrri greinina má sjá hér og seinni greinina hér. Raj lauk námskeiðinu með miklum sóma og hlaut hæstu einkunn.

Leave a Reply

%d