Tennisklúbbur Víkings – sumar 2023


TENNISKLÚBBUR VÍKINGS SUMAR 2023
1.maí  – 30.september 

Tennisklúbbur Víkings
Traðarland 1, 108 Reykjavík
s.820-0825
tennis@tennis.is

TENNISSKÓLI FYRIR 8-16 ÁRA
Tennisklúbbur Víkings verða með tennisnámskeið bæði fyrir byrjendur og ungt afreksfólk. Tennisnámskeiðin fara fram á nýju tennisvöllum Tennisklúbbur Víkings, Traðarland 1, 108 Reykjavík í Fossvogsdal. Byrjendur kynnast grunnatriðum tennisíþróttarinnar í formi léttra æfinga og leikja. Krakkar sem ljúka tveggja vikna námskeiði læra „Míni Tennis“ sem er grunnstigsleikur fyrir byrjendur. Einnig helstu reglur í tennis og hvernig á að telja í tennisleik.   Námskeiðið er haldið virka daga kl. 9–12 og/eða kl. 13–16. Krakkarnir verða að koma með nesti í skólann og það er einn kaffitími fyrir og eftir hádegi. Muna að klæða börnin eftir veðri. Námskeiðsgjald er 27.900 kr.  og innifalið er Wilson tennisspaði, tennis bolur og 3 boltar.    Veittur er 10% systkinaafsláttur og 20% afsláttur ef sótt er um fleiri en eitt tveggja vikna námskeið. Mögulegt er að skrá þátttakendur viku í senn. Þá kostar vikan 17.900 kr. Stakur dagur kostar 4.000 kr. (spaði, bol og boltar ekki innifalin).

AFREKSPRÓGRAMM
Fyrir þá sem eru nú þegar með ágætan grunn í tennis og vilja ná miklum framförum á stuttum tíma, sérstaklega með tilliti til árangur í mótum. Lögð er áhersla á íþróttamannslega hugsun og viðhorf, fótavinnu, tækni, herkænsku og þrek.   Á sumrin er hægt að ná góðum framförum og því mælum við með að sem flestir æfi með okkur eins mikið og þeir geta í sumar.  Æfingar eru frá  kl.9-12 og/eða kl.13-16, alla virka daga.  Vikan kostar 17.900 kr. hálfur dagur í viku og 27.900 kr. í tvær vikur. Wilson bolur og Wilson poki innifalið með tveggja vikna námskeið.

BYRJENDANÁMSKEIÐ FYRIR FULLORÐNA
Byrjendanámskeið      fyrir     fullorða    verða frá  kl. 19  til 20 í maí og kl.17.30-18.30 í júní / júlí á mánudögum og miðvikudögum.  Á námskeiðinu verður farið í grunnatriði tennisíþróttarinnar í bland við skemmtilega tennisleiki.  Tveggja vikna námskeið (4 skipti), Wilson Roger Federer tennisspaði (https://sportverzlun.is/product/wilson-roger-federer-tennis-racket-26/) og boltar 24.800 kr. (16.800 kr. fyrir þeim sem á spaða og boltar)

SUMARÁSKRIFT (15.maí – 31.september)
Tennisklúbbur Víkings byður uppá sumaráskriftarkortum fyrir félögsmönnum.  Einstaklings sumarkort er 32.000 kr. eða 22.000 kr. fyrir þeim 18 ára og yngri.  Tveggja-manna kort er á 48.000 kr og Fjölskyldukort (5 manns) er á  70.000 kr. Sumarkorthafar fái aðgang að vallarbókunarvef.  Stakur vallartími eru á 4.000 kr. eða 2.000 kr. 18 ára og yngri (90 mín. í senn).     Vinsamlega athuga að nokkrar dagar verður fráteknir vegna móta:
8.-13. maí  Grunnskólamót Reykjavíkur
15.-21. maí   Reykjavíkur Meistaramót (einliða, tvíliða og tvenndarleik)
22.-28. maí   Reykjavíkur Meistaramót (liðakeppni)
29. maí – 22. júlí Ýmsum tennis mót
10. -16. júlí   ITF Icelandic Seniors +30 mót

REYKJAVÍKURMEISTARAMÓT  (15.-28.maí)
Reykjavíkurmeistaramót í tennis haldið í Mini tennis, U10, U12, U14, U16, U18,  Meistaraflokk, +30 ára, +40 ára & +50 ára.   Ef þú hefur áhuga að keppa fyrir hönd félagið þitt í sumar, vinsamlegast skrá ykkur hér.

Hægt að skrá sig hér fyrir neðan.  Nánari upplýsingar – s. 820 0825  /  info@tennis.is

Umsækjandi samþykkir eftirfarandi reglur - • Vellirnir eru til afnota af meðlimum klúbbsins, nemendum og gestum Tennisklúbbs Víkings. Vellirnir eru einungis ætlað til tennis iðkunar. • Opnunartími tennisvellina er frá 08:00 til 22:00 nema keppni dragist fram yfir þann tíma. • Félagsmeðlimir mega koma með gest / gesti með tilskildu gestagjaldi 2.000 kr. / mann (einliða) og 1.500 kr. / mann (tvíliða). Greiðsla leggst inn á reikning félagsins - 0313-26-10610, kennitala 700688-1439 og tilkynning sendist á netfangið gestir@tennis.is áður en tími hefst. • Í netbókanir á völlunum þarf að koma fram nafn meðlima og gesta við bókun. • Að hámarki eru 4 leikmenn leyfðir á vellinum í einu (nema á meðan á klúbbastarfi stendur). Áhorfendur eru ekki leyfðir á vellinum nema á afmörkuðu áhorfendasvæði. • Eingöngu þjálfarar félagsins mega vera með tennisþjálfun og námskeið á vellinum nema þegar um liðakeppni er að ræða eða leyfi frá félaginu. • Leyfðir eru einungis tennisskór samkvæmt alþjóðlega tennissambandsins – bannað að spila á fótbolta / hlaupa / takka skóm. • Tennisspilarar þurfa að ganga hljóðlega inn á tennisvellina. • Muna að sópa völlinn eftir notkun. • Brýna skal fyrir spilurum, þjálfurum og öðrum viðkomandi að sýna svæðinu virðingu og ganga vel um tennissvæðið. • Allt rusl skal setja í rusladalla á svæðinu. • Tennisspilarar bera ábyrgð á tjóni og skemmdum þeirra á svæðinu. • Glerílát eru bönnuð á öllum tennissvæðum. • Tyggigúmmí er bannað á gervigrasinu. • Reykingar og notkun munntóbaks eru með öllu óheimil á tennissvæðinu. • Áfengisauglýsingar eru með öllu óheimilar á svæðinu sama á við um vörumerki áfengistegunda. • Öll notkun línuskauta, hlaupahjóla, hjólabretta og reiðhjóla er bönnuð inni á gervigrasinu. • Ekki skal spila tónlist á svæðinu á meðan aðrir eru að spila og eftir kl.21.30 • Öll gæludýr eru bönnuð á svæðinu. • Tennisspilarar, gestir þeirra og áhorfendur sem fylgja ekki ofangreindum reglum verða beðnir um að fara án endurgreiðslu.
Vinsamlegast setja inn nöfn og kennitala þeirra

Comments are closed.