Archives for April 2016

Hera Björk og Rafn Kumar Íslandsmeistarar innanhúss

Íslandsmóti innanhúss lauk í gær í meistaraflokki karla og kvenna. Hera Björk Brynjarsdóttir úr Tennisdeild Fjölnis og Rafn Kumar Bonifacius úr Hafna- og Mjúkboltafélagi Reykjavíkur urðu bæði tvöfaldir Íslandsmeistarar í karla- og kvennaflokki í meistaraflokki. Þetta er þriðja árið í röð sem Rafn Kumar landar titlinu auk og fjórða árið í röð í tvíliðaleik. Þetta er í fyrsta skipti sem Hera Björk fagnar titlinum.

Í úrslitaleik karla mættust feðgarnir Rafn Kumar og Raj K. Bonifacius úr Tennisdeild Víkings. Rafn Kumar hafði betur og sigraði 6-3 og 6-1. Rafn Kumar varð einnig Íslandsmeistari í tvíliðaleik karla ásamt föður sínum Raj.

Í úrslitaleik kvenna mættust Hera Björk og Anna Soffia Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs. Hera Björk sigraði 6-4 og 6-3 í hörku­leik. Anna Soffia komst í 3:0 í fyrsta setti en Hera Björk vann næstu sex af sjö lot­um og þar með settið, 6-4. Hera Björk komst svo í 4-1 í næsta setti en Anna Soffia minnkaði mun­inn í 4-3, áður en Hera vann næstu tvær lot­ur og settið þar með 6-3. Hera Björk varð einnig Íslandsmeistari í tvíliðaleik kvenna ásamt Önnu Soffiu.