Archives for September 2013

Þróttar mót, 18.-22.september

throttar_logo

Þróttur mun standa fyir tennismóti í næstu viku. Mótið er öllum opið og gildir sem stigamót TSÍ. Síðasti dagurinn til að skrá sig er þriðjudaginn, 17.september kl.18.! Til að skrá ykkur, sendið póst með öllum helstu upplýsingum á tennismot@gmail.com

Keppt  er í öllum helstu fullorðinsflokkum og viljum við sérstaklega hvetja konur til að taka þátt í þetta sinn!

Auk hefðbundinna flokka verður keppt í opnum flokki þar sem öllum er blandað saman á skemmtilegan hátt. Aldrei að vita nema óvænt verðlaun séu í boði fyrir þátttöku í þeim flokki!  Einnig verður sú nýbreytni að bjóða upp á öðlingaflokk, 45 ára og eldri, fyrir þá sem vilja ekki hætta á of langa leiki. Þar verður spilað án forskots og super-triebreak (upp í 10) ef leikurinn fer í 3 sett.Kveðja, Steinunn