Archives for April 2017

Frábær dagur hjá karla landsliðið á Davis Cup

Íslenska karla landsliðið  spiluðu sína fyrstu leiki í dag á Davis Cup kepni í bænum Sozopol í Bulgaríu.

Óhætt er að segja að þeir hafi átt góðan dag þar sem Ísland náði sínum besta árangri hingað til með 2-1 sigri gegn Moldóvu en Moldóva er númer 62 á heimslistanum og er næst sterkasta liðið á blaði í keppninni.

  

Rafn Kumar vann fyrri einliðaleikinn 6-3 6-3 á móti Dimitri Baskov, leikmanni nr.2 frá Moldóvu. Birkir vann svo seinni einliðaleikinn 4-6 6-3 7-6 á móti Andrei Soltoianu, leikmanni nr 1 frá Moldóvu. Birkir bjargaði fjórum leikboltum eftir að hafa lent undir 5-2 í þriðja setti.
Vladimir og Egil töpuðu 1-6 3-6 í spennandi tvíleiðaleik á móti þeim Dimitri Baskov og Andrei Soltoianu.

Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland vinnur land sem er þetta ofarlega á stigalistanum og því okkar besti árangur hingað til. Gríðarlega góður árangur hjá strákunum okkar!