Archives for September 2016

LUXILON Stigalistinn, 13.september 2016 – 14.maí 2017

LUXILON stigalistinn er að hefjast og  fyrir alla sem hafa áhuga á að bæta sig sem keppnismenn í tennis núna í vetur og hefst fyrsta umferð 13.september og er til 14.maí 2017.    Leikmönnum er raðað eftir getustigi til að byrja með, fjórir í hverju holli og keppa allir við alla innan tveggja vikna. Fyrir hvern unninn leik, fær leikmaður þrjú stig. Þegar allir eru búnir að keppa saman – samtals þrjá leiki, fer leikmaðurinn með flest stig upp í næsta holl á meðan sá sem er með fæst stig fer niður um holl.  Hinir tveir halda áfram í sama holli.   Ef stigin eru jöfn á milli tveggja hæstu eða lægstu leikmanna, þá verða innbyrðis viðureignir þeirra notaðar til að ákveða hver fer upp eða niður. Ef þrír eru með jafn mörg stig, þá teljum við lotur unnar frá þessum þremur leikjum og drögum frá lotur sem tapað var til að ákveða. Athuga að ef leikmenn mæta ekki til að keppa á auglýstum tíma, þá verða úrslitin skráð 9-0. Ef leikmenn geta ekki keppt í næstu umferð og tilkynna það fyrirfram, þá halda þeir sæti sínu og keppir hinir þrír leikmennirnir uppá hver fer upp/niður. Leikirnir eru upp í 9 lotur án forskots og keppt oddalota (“tie-breaker”) þegar staðan er 8-8.   Leiktímar, úrslit og árangur  verður uppfært reglulega inná tournament software þar sem allir geta fylgst með leikjunum sínum.

Meira upplýsingar og skráningar hér