Archives for April 2015

Tenniskóli Víkings – sumar 2015

TENNISSKÓLI VÍKINGS  sumar 2015
6.júlí – 21.ágúst

Tennisdeild Víkings
Traðarland 1, 108 Reykjavík
s.820-0825
tennis@tennis.is
http://www.tennis.is

Tennisskóli fyrir 7-16 ára

Tennisdeild Víkings verða með tennisnámskeið bæði fyrir byrjendur og ungt afreksfólk. Tennisnámskeiðin fara fram á tennisvöllum Víkings, Traðarland 1, 108 Reykjavík í Fossvogsdal og í íþróttahúsi Fossvogsskóla, þegar veðrið er óhagstætt.

Byrjendur kynnast grunnatriðum tennisíþróttarinnar í formi léttra æfinga og leikja. Krakkar sem ljúka tveggja vikna námskeiði læra „Míni Tennis“ sem er grunnstigsleikur fyrir byrjendur. Einnig helstu reglur í tennis og hvernig á að telja í tennisleik. Þá verða kynntir hinir vinsælu tennisleikir „Grípleikur“, „Rúlló“, „Hring í kring um jörðina“ og „Rússi.“ Tennisskólinn útvegar spaða á námskeiðunum. Námskeiðið er haldið virka daga kl. 9–12 eða kl. 13–16. Krakkarnir verða að koma með nesti í skólann og það er einn kaffitími fyrir og eftir hádegi. Muna að klæða börnin eftir veðri.

Námskeiðsgjald er 15.000 kr. Veittur er 20% systkinaafsláttur og 20% afsláttur ef sótt er um fleiri en eitt námskeið. Mögulegt er að skrá þátttakendur viku í senn. Þá kostar vikan 9.000 kr.

Hægt að skrá sig hér fyrir neðan og í síma 820-0825.