Archives for admin42

Jóla- og Bikarmót TSÍ

Síðasta mót ársins, Jóla- og Bikarmót TSÍ verður haldið 17-22. desember fyrir börn og unglinga og +30 flokk, 27.-30. desember fyrir ITN og +50 flokkar. Keppt er í einliða-, tvíliða-, og tvenndarleik á mótinu og fer mót fram í Tennishöllin í Kópavogi (Dalsmári 13, 201 Kópavogur)

Dagana 17-22 desember verður keppt í :
Mini tennis, U10, U12, U14, U16, U18 og 30+ flokkar
Síðasti skráningardagur er miðvikudaginn, 14.desember.
Mótskrá verður tilbúin fimmtudaginn, 15.desember.

Á milli jóla og nýárs, dagana 27-30 desember er keppt í:
ITN flokki sem er fyrir alla, Meistaraflokk og 50+ flokk.
Síðasti skráningardagur er þriðjudaginn, 20.desember.
Mótskrá verður tilbúin 22.desember.

Úrslitaleikur og lokahóf mótsins verður fimmtudaginn, 30. desember

Mótsgjöld í fullorðinsflokkum eru:
Einliðaleikur: 5.000 kr
Tvíliða-tvenndarleikur: 2.500 kr

Mótsgjöld í barnaflokkum eru:
Einliðaleikur: 3.000 kr
Tvíliða-tvenndarleikur: 1.500 kr

Verð í ITN flokk fyrir börn og unglinga 18 ára og yngri er 3.000 kr

Vinsamlegast athugið að hámarks þáttaka eru (2) einliðaleiksflokkar og (2) tvíliða-tvenndarflokkar og að flokkar verða sameinaðir ef þurfa þykir.

Peningaverðlaun verða veitt fyrir efstu þrjú sæti í meistaraflokki einliðaleik karla og kvenna –

  1. Verðlaun = 30.000 kr.
  2. Verðlaun = 20.000 kr.
  3. Verðlaun = 10.000 kr.

Mótstjóri er: Raj K. Bonifacius, s.820-0825, raj@tennis.is

Skráning er nú lokað. Vinsamlega skoða mótskrá Jóla-Bikarmót TSÍ hér – https://tsi.is/2021/12/jola-bikarmot-tsi-motaskra/