Uncategorized

2022 Grunnskólamót Reykjavíkur í tennis (3. – 10.bekk), skráning er hafin

Grunnskólamót Reykjavíkur í tennis verður haldið í Tennisklúbb Víkings (Traðarland 1, 108 Reykjavík) frá 9.-15.maí. Þetta er tækifæri fyrir krakka i 3.-10.bekk af öllum getustigum í tennis – frá byrjendum til lengra komna, til að keppa í tennis. Mótið er skipt eftir kyni og árgang, spilað í einliða- og í tvíliðaleik á bæði “Mini tennis” stærð af velli og fullri vallar stærð. Fyrir þá sem hafa ekki prófað tennis, þá verður námskeið á laugardaginn, 7.maí frá kl.9-11:30 í Tennisklúbb Víkings til að undirbúa sig fyrir mótið. Sunnudaginn, 15.maí verður svo lokahóf fyrir þátttakendur mótsins og aðstaðendur þeirra. Krakkar fá viðurkenningu fyrir þátttöku og sigurvegarar í hverjum flokki fá tennisspaða og bolta. Svo verður líka happadrætti fyrir þátttakendur sem mæta í lokahófið – margir tennis vinningar! Gott er að mæta til leiks í strigaskóm, þægilegum íþróttafötum og með vatnsbrúsa. Tennisklúbbur Víkings skaffar tennisspaða til notkunar á meðan keppninni fer fram. Skrá ykkur hér fyrir 7.maí – Reykjavíkur Grunnskólamót í tennis 2022