Anna Soffia og Raj sigruðu á 3.Stórmóti TSÍ

Þriðja Stórmót vetrarins á vegum Tennissambands Íslands lauk í gær í Tennishöllinni í Kópavogi. Í meistaraflokki kvenna komst hin fimmtán ára Anna Soffía Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs lengst í mótinu. Hin bráðefnilega Sofia Sóley Jónasdóttir úr Tennisfélagi Kópavogs sem er einungis 11 ára, var í öðru sæti og  Hekla María Jamila Oliver, 14 ára  úr Tennisfélagi Kópavogs í þriðja sæti í kvennaflokki. Í meistaraflokki karla hafði Raj K. Bonifacius betur á móti Fjölni Pálssyni, báðir úr Tennisdeild Víkings, 6-1 og 6-3 í úrslitaleiknum,  Í þriðja sæti karla var Davíð Ármann Eyþórsson úr Tennisfélagi Garðabæjar.
2014-12-01 06.25.06 (1) Anna Soffia Grönholm

Leave a Reply

%d