Tennisskóli Reykjavíkur – vor 2024
5.janúar – 7.júní 2023 (æfingar í Kópavogur og Tennisklúbbur Víkings) og
5.janúar – 7.júní 2023 (æfingar í Réttarholtsskóli og Tennisklúbbur Víkings)
s.820-0825
tennis@tennis.is
Um Tennisskóla Reykjavíkur
Markmið okkar er að tryggja öllum vandaða kennslu í skemmtilegu umhverfi með áherslu á framfarir hvers nemenda fyrir sig. Tennisþjálfarar eru Raj K. Bonifacius, sem hefur þjálfað landsliðið í 25 ár og er með hæstu þjálfararéttindi frá Alþjóða Tennissambandsins (ITF Level 3) & Professional Tennis Registry (Professional); Rafn Kumar Bonifacius hefur 15 ára reynslu sem þjálfari með tennisþjálfara réttindi frá Tennissambandi Íslands og núverandi Íslandsmeistari.
Æfingar
Æfingarnar eru haldnar á þremur stöðum – íþróttahús Réttarholtsskóla í Reykjavík (Réttarholtsvegi 21-25, 108 Reykjavík), Tennisklúbbur Víkings (Traðarland 1, 108 Reykjavík) og Tennishöllinni í Kópavogi (Dalsmári 13, 201 Kópavogur). Tennisskólinn skaffar spaðar & bolta en það sem þarf að eiga eru innanhúss íþróttaskór og leikfimisföt. Æfingar eru opnar fyrir alla. Æfingatímar eru frá kl.16-20 í Íþróttahús Réttarholtsskóla í Reykjavík og Tennisklúbbur Víkings á Mánudögum og Fimmtudögum og frá kl.15.30-18.30 á Þriðjudögum, Miðvikudögum, Föstudögum og frá kl.10.30-12.30 á Sunnudögum í Kópavogi.
Kostnaður
Æfingatímabilið er frá 5.janúar til 7.júní 2024. Hægt er að velja um fjölda æfingatíma og miðast upphæð æfingagjalda við fjölda tíma og innifalið er Wilson tennisspaði, Wilson tennisbol og 3 boltar fyrir þeim sem eru að byrja –
kl. / viku | 5.janúar – 7.júní 2024 | kl. / viku | 5.janúar – 7.júní 2024 |
1 | 50.700 kr. | 6.5 | 153.300 kr. |
1.5 | 63.700 kr. | 7 | 157.600 kr. |
2 | 77.700 kr. | 7.5 | 162.000 kr. |
2.5 | 90.100 kr. | 8 | 166.300 kr. |
3 | 99.900 kr. | 8.5 | 170.600 kr. |
3.5 | 114.400 kr. | 9 | 174.900 kr. |
4 | 125.200 kr. | 9.5 | 179.200 kr. |
4.5 | 133.900 kr. | 10 | 183.600 kr. |
5 | 140.400 kr. | 10.5 | 187.900 kr. |
5.5 | 144.700 kr. | 11 | 192.200 kr. |
6 | 149.000 kr. | 11.5 | 196.500 kr. |
Hjá Tennisskóla Reykjavíkur getur þú nýtt þér þá styrki sem öllu bæjar- og sveitarfélögin bjóða upp á.
Athugasemdir
Fréttasafnið